Mýtur um einbeitingu og viljastyrk einstaklinga með athyglisbrest með og án ofvirkni (ADD/ADHD)
MÝTA: ADD/ADHD er eingöngu skortur á sjálfsaga. Einstaklingar með ADD geta einbeitt sér að hlutum sem þeir hafa áhuga á; þeir ættu að geta einbeitt sér að öðrum verkefnum ef þeir virkilega vilja. SATT: ADD/ADHD lýkist sjálfagavanda, en svo er ekki. Í meginatriðum er þetta efnaskipta vandi í heila.
MÝTA:ADD/ADHD er bara einfaldur vandi þess að vera ofvirkur eða að hlusta ekki þegar talað er við mann. SATT: ADD/ADHD er flókinn vandi sem felur í sér skerðingu á athygli, skipulagningu, áhuga, tilfinningalegri mótun, minni og öðrum stjórnunarhlutverkum heilans.
MÝTA: heili ADD/ADHD einstaklinga er ofvirkur og þarfnast lyfja til að róa hann niður. SATT: vanvirkni heilans í stjórnkerfi hans er dæmigerð fyrir einstaklinga með athyglisbrest. Árangursrík lyf auka árvekni og bæta stjórnkerfi heilans.
MÝTA:ADD/ADHD er einfaldlega merki umhegðunar vandamál, börn með athyglisbrest neitaað sitja kyrr og vilja ekki hlusta á kennara eða foreldra. SATT: margir sem eru með ADD/ADHD hafa einhvern hegðunarvanda, krónískur athyglisbrestur veldur alvarlegri og lengri vanda í námi og í tengslamyndun.
MÝTA:ADD/ADHD eldist venjulega af börnum þegar þau ná unglingsaldri. SATT: áhrif ADD/ADHD er oft ekki mjög áberandi fyrr en á unglingsárum, þegar sjálfsstjórn er nauðsynlegri í námi og lífi. Athyglisbrestur er lúmskur og veldur meiri fötlun á unglingsárum en í æsku.
MÝTA: ef ADD/ADHD er ekki greint í æsku þá er ekki hægt að greina það á fullorðinsárum. SATT: margir fullorðnir ströggla allt lífið án þess að vera greindir með ADD/ADHD. Þeir fá ekki aðstoð vegna krónisks vanda síns svo sem þunglyndi eða kvíða þar sem vandinn er talinn af öðrum orsökum.
MÝTA: allir hafa einkenni um ADD/ADHD og allir sem hafa eðlilega greind geta komist yfir vandann. SATT: ADD/ADHD hefur áhrif á alla óháð gáfum. Þótt allir hafi stundum einkenni ADD/ADHD þá eru eingöngu þeir sem hafa krónísk einkenni sem fá greiningu.
MÝTA: það er ekki hægt að hafa ADD/ADHD og líka þunglyndi, kvíða eða annan geðrænan vanda. SATT: einstaklingur með ADD/ADHD er sexfallt líklegri til að hafa önnur geðræn einkenni. ADD/ADHD skarast venjulega við aðrar hamlanir.
MÝTA: lyf vegna ADD/ADHD valda langtíma vanda svo sem fíkn eða öðrum heilsfarslegum vanda sérstaklega þegar börn eiga í hlut. SATT: hætta á að nota viðeigandi lyf vegna ADD/ADHD eru minniháttar. Það er mun meiri áhætta að nota þau ekki. Lyf sem notuð eru gegn ADD/ADHD eru meðal þess sem mest er rannsakað.
MÝTA:ADD/ADHD veldur ekki miklum skaða í lífi fólks. SATT: ómeðhöndlað ADD/ADHD veldur alvarlegum vanda í fjölskyldulífi, námi, vinnu, félagslífi og aksturshæfileikum. Flestir sem fá viðeigandi meðferð gengur vel.