Að taka ákvörðun um að svæfa gæludýr
Að taka ákvörðun um að svæfa gæludýr getur verið ein sú erfiðasta sem tekin er varðandi gæludýr en með henni er verið að hjálpa dýrinu að deyja á eins sársaukalausan og friðsælan hátt og mögulegt er.
Að vita hvenær kominn er tími til að svæfa gæludýr
Sú ákvörðun að svæfa gæludýr kemur yfirleitt eftir greiningu mikilla veikinda og þar sem dýrið þjáist mikið. Val þitt tengist umyggju þinni gagnvart dýrinu. Hér eru mikilvægir þættir sem vert er að hafa í huga.
- Virkni. Nýtur dýrið þitt enn þess sem það hefur alla tíð elskað að gera og getur það gert það sem það hefur alla tíð getað.
- Bregst það við umönnun og umhyggju. Tekur dýrið þátt í og svarar umhyggju og umönnun á venjulegan máta.
- Magn verkja og þjáninga. Býr dýrið við sársauka og þjáningu? Nær það að njóta gleði og ánægju í lífi sínu?
- Ólæknanleg veikindi eða mikil meiðsli. Hafa veikindin eða meiðsl komið í veg fyrir að dýrið geti notið lífsins. Stendur dýrið frammi fyrir dauða sínum vegna veikinda eða meiðsla?
- Tilfinningar fjölskyldunnar. Er fjölskyldan sammála um ákvörðunina? Ef ekki og þú telur enn að þetta sé það besta sem hægt er að gera fyrir dýrið, telur þú þig geta lifað við þá ákvörðun.
Ef þú ákveður að enda þjáningar gæludýrs þíns og telur að það sé dýri þínu fyrir bestu. Þá er best að gefa sér tíma og gera það á sem friðsælastan hátt fyrir alla, dýrið og fjölskylduna. Gott er að eiga saman dag heima til að kveðja eða til að heimsækja dýrið til dýralæknisins. Það er hægt að velja um það að fá að vera viðstaddur eða að kveðja og bíða á biðstofunni hjá dýralækningum eða heima. Þetta er ákvörðun sem hver og einn í fjölskyldunni þarf að taka.
Hvernig á að útskýra fyrir barni þegar svæfa þarf gæludýr
Þeim sem þykir vænt um dýr sitt þurfa að taka ákvörðun af þessu tagi. Það þarf að útskýra fyrir barninu að dýrið sé veikt og þjáist og að það sé hægt að stöðva þjáningar þess á manneskjulegan og mildan hátt. Dýrið fær sprautu og deyr á kyrrlátan og verkjalausan hátt. Börn læra af hegðun foreldra sinna. Ef foreldrar barnsins hafa ekki stjórn á sér þá munu börn þeirra haga sé á sama máta.
- Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna. Ef foreldri á erfitt með að hafa stjórn á sér á barnið einnig erfitt með það. Ef foreldri syrgir og tekst á við sorgina á heilbrigðan hátt, þá mun barnið einnig gera það.
- Ef gæludýr er svæft af gildum ástæðum þá skal segja börnum að það sé eðlilegt að vera sorgmæddur og að það þurfi ekki að vera fullt sektarkenndar. Þetta eru tvær óskildar tilfinningar. Það er eðlilegt að foreldrar og börn séu sorgmædd, en ekki skal rugla sorg saman við sektarkennd. Önnur tilfinningin er heilbrigð en hin er íþyngjandi.
Að halda áfram eftir gæludýra missi
Það eru margar góðar ástæður fyrir því að fá sér aftur gæludýr en hvenær rétti tíminn er til þess er persónubundið. Það getur verið freystandi að hlaupa til og fylla upp í tómið sem myndaðist við dauða gæludýrsins og fá sér strax annað. Í flestum tilfellum er best að syrgja fyrst og bíða þar til þú ert tilfinningalega tilbúinn til að hleypa nýju dýri að hjarta þínu.
Sumir lífeyrisþegar sem búa einir, geta fundist erfitt að aðlagast því að lifa án gæludýrs. Með því að sinna gæludýri getur fólk fundið fyrir tilgangi lífsins og sjálfsvirðing þeirra eflist auk þess fær það félagsskap frá gæludýrinu. Þess vegna gæti verið mögulegt að hafa það í huga að fá sér gæludýr fljótlega eftir missi annars. Að sjálfsögðu þurfa eldri borgara að hafa í huga eigin heilsu og lífslíkur þegar ákveðið er að fá sér gæludýr.
Hvert dýr er einstakt, og með því að reyna að fá sér afrit af því gamla mun líklega leiða til erfiðleika og vonbrigða. Nýja dýrið á að fá að njóta sinna verðleika en það kemur ekki í staðin fyrir annað. Það gæti verið hugmynd að velja dýr af öðru kyni. Hvað sem ákveðið verður, þá þarf að gefa sér tíma til að syrgja gamlan vin.