Ábendingar til eldri borgara að takast á við gæludýramissi
Með aldrinum verða miklar breytingar á lífi hvers og eins. Kærir vinir falla frá, ættingjar og gæludýr. Dauði gæludýrs getur verið meira högg en hjá yngra fólki, þar sem það getur sótt styrk til náinna eða dreift huganum með því að hafa nóg að gera í daglegu lífi. Fyrir eldri borgara sem búa einir var gæludýrið líklega sálufélagi og umönnunin gaf lífinu tilgang og efldi sjálfsvirðingu.
- Reyndu að finna nýtt hlutverk og nýja gleði. Að sinna gæludýri gaf þér hlutverk og hélt þér uppteknum og viðhélt þannig virkni og ánægju (optimism.). Reyndu að fylla upp í þann tíma sem þú átt núna aflögu til dæmis með því að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi, taka upp gamalt áhugamál, hjálpa vinum að sinna sínu gæludýri eða jafnvel að fá þér annað gæludýr þegar rétti tíminn kemur.
- Haltu sambandi við vini. Gæludýr, sérstaklega hundar, geta hjálpað eldri borgurum að kynnast nýju fólki eða að hitta reglulega nágranna þegar farið er út að ganga með hundinn. Við það að missa gæludýr er mikilvægt að eyða ekki dögunum einn. Reyndu að hitta að minnsta kosti eina manneskju daglega. Að hita einhvern reglulega, hjálpar að bægja þunglyndi frá og viðhalda jákvæðni. Hafðu samband við gamla vini eða nágranna og hittist eða taktu þátt í klúbbastarfi.
- Auktu orku þína með þjálfun. Gæludýr hjálpa mörgum eldri borgurum að viðhalda virkni, á þennan hátt hafa þau jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Það er mikilvægt að halda áfram hreyfingu eftir gæludýramissi. Æfðu í hóp, með því móti færðu tækifæri á að hitta aðra.