Hjá Get og skal geta foreldrar fengið aðstoð vegna barna sinna.
Foreldrar geta þurft stuðning við að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja foreldrahlutverkinu og það sýnir þroska að geta óskað eftir aðstoð þegar á þarf að halda. Stundum getur verið gott að tala við einhvern og fá stuðning þ.s. foreldrahlutverkið getur verið kröfumikið starf og verkefnin af ýmsu tagi. Hlutverk foreldra er t.d. að ala börn sín upp á þann hátt að þau verði nýtir þjóðfélagsþegnar, með gott sjálfstraust og góða félagsfærni. Sum börn krefjast meiri orku og aðhalds en önnur. Sum eiga í erfiðleikum í samskiptum, eru kannski þolendur eineltis eða beita einelti, önnur eru óörugg og kvíðin.
Oft koma upp erfiðleikar í uppeldi barna sem gott er að fá stuðning við að leysa s.s. samskipti við stofnanir eða hvernig taka skuli á einelti og erfiðleikum í samskiptum. Hjá Get og skal er mikil þekking í uppeldi barna s.s. barna með ADHD og lesblindu. Í boði eru stuðningsviðtöl fyrir foreldra og hópastarf fyrir börn þ.s. þeim gefst tækifæri á að kynnast og mynda tengsl við önnur börn auk þess að stunda útivist og hreyfingu.
Hjá Get og skal er unnið eftir kenningunni meðfeðarvinna með stuðningi dýra (e. animal assisted therapy) þ.s. dýr eru notuð sem aðstoðarþerapistar.